Saumgerðin dregur nafn sitt af reflum frá miðöldum, en það voru fremur löng lárétt veggtjöld sem skreyttu híbýli manna og kirkjur. Gömlu íslensku reflarnir eru að saumi og efni náskyld hinum fræga franska Bayeuxrefli frá 11.öld. Saumurinn er afbrigði af útsaumsgerð sem nefna mætti lagðan saum. Aðalútlínur eru saumaðar fyrst, ýmist með varplegg, lögðum þræði, blómstursaumsspori eða steypilykkju. Fletir munsturins eru síðan fylltir upp með refilsaum.
Sporin teiknaði Sigrún Jónsdóttir.
Refilsaumur og varpleggur (kontórstingur). Mynd úr Njálureflinum.