Þann 20. október 2015 var tímamótadagur í sögu Njálurefilsins. Þá var rúllað upp og staðfest að verkið er að minnsta kosti hálfnað, en búið er að sauma 45 metra. Verkið er nú komið að 75 kafla sögunnar. Í tilefni dagsins var efnt til veislu í Sögusetrinu þar sem fjöldi fólks kom og samgladdist með vösku saumafólki. Hæg er að skoða myndir frá viðburðinum á Facebook-síðu Njálurefilsins: https://www.facebook.com/Njalurefill