Föstudaginn 8. mars kl. 16:00 mætir sýslumaðurinn okkar Kjartan Þorkelsson í fullum skrúða í Sögusetrið á Hvolsvelli til að draga út þann heppna sem vinnur ferð til Bari á Ítalíu. Það er ennþá nægur tími til að skrá sig í Hollvinafélagið fyrir útdráttinn á föstudaginn en að sjálfsögðu er hægt að ganga í félagið hvenær sem er eftir það.